Upptökumennirnir Egill og Elvar eru með margra ára reynslu í að taka upp alls konar efni. Pantið tíma og komið sögunni, tónlistinni eða hlaðvarpinu ykkar í framleiðslu.
Upptökustjóri
Egill Viðarsson
Egill er með rætur í Svarfaðardal og þjóðfræðingur að mennt. Hann er forfallinn tónlistargæi og tekur á móti þér með bros á vör.
Elvar er alinn upp á Laugavatni og lærði heimspeki við HÍ. Hann er í nokkrum hljómsveitum og finnst kettir frábærir. Hann tekur á móti þér með gleðilátum.
Efni Hljóðstofunnar er hægt að nálgast á helstu hljóðveitum.
Allskonar skemmtilegt
Kikka Sigurðardóttir
Kikka á ættir að rekja norður eins og Egill en hún hefur gloprað norðlenskunni niður að mestu. Kikka sér um markaðsmál og allskonar skemmtilegt fyrir Hljóðstofuna. Hafið samband við Kikku: kikkasigur@gmail.com eða í síma 6910301